Samkirkjuleg bænavika að hefjast

Sameiginleg guðsþjónusta verður í Glerárkirkju miðvikudagsinn 25. janúar.
Sameiginleg guðsþjónusta verður í Glerárkirkju miðvikudagsinn 25. janúar.

Vikuna 18.-25. janúar er alþjóðleg samkirkjuleg bænavika þar sem kristnir menn koma saman um víða veröld til að biðja fyrir einingu kristinna manna. Það er samtarfsvettvangur kirknanna inna Alkirkjuráðsins og Kaþólsku kirkjunnar sem fela einhverju landi að undirbúa vikuna. Að þessu sinni eru það kirkjurnar í Póllandi sem hafa annast það. Á Akureyri hefur fólk úr söfnuðunum komið saman til bæna á vikulegum bænastundum safnaðanna.

Að lokum er haldin sameiginleg guðsþjónustu með þátttöku safnaðanna. Að þessu sinni mun Gospelkór Akureyrar koma fram og leiða almennan söng. Guðsþjónustan verður í Glerárkirkju 25. janúar kl. 20.00. Tilgangurinn með þessari viku er að kalla fólk til bæna og er gefið út íhugunar- og bænaefni sem nálgast má á kirkjan.is/baenavikan, fyrir þá sem vilja taka sér stund til þess dagana átta sem bænavikan stendur yfir.

 

Nýjast