Samkaupa-ræninginn dæmdur
Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir rán í verslun Samkaupa/Strax á Akureyri um miðjan september á þessu ári. RÚV sagði fyrst frá þessu. Sex mánuðir dómsins eru skilorðsbundnir.
Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa ógnað starfsmanni verslunarinnar með hníf og haft 62 þúsund krónur á brott með sér úr peningakassa verslunarinnar.
Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsti eftir ræningjanum á Facebooksíðu sinni á sínum tíma. Maðurinn var daginn eftir dæmdur úrskurðaður í gæsluvarðhald og var slepp eftir fjóra daga og dregst sá tími frá refsingunni.