Samkaup og Þór/KA framlengja samstarfssamning um þrjú ár

Knattspyrnudeild Þórs og Samkaup, sem undanfarin ár hefur verið einn af aðal styrktaraðilum kvennalið Þórs/KA, undirrituðu nýjan samstarfssamning og mun samstarfið gilda til næstu þriggja ára. Nói Björnsson frá kvennaráði sagði að þetta væri afar ánægjulegt. Samkaup hafi staðið þétt að baki liðsins undanfarin ár og að sá stuðningur skipti miklu máli fyrir rekstur liðsins.

Það var Sigurður Örn Kristjánsson verslunarstjóri Nettó á Akureyri sem undirritaði samninginn fyrir hönd fyrirtækisins og Nói Björnsson úr kvennaráði sem undirritaði samninginn fyrir hönd knattspyrnudeildar. Þetta kemur fram á vef Þórs.

Nýjast