Samið við GV Gröfur um undirbúning vegna malbikunar

Fyrirtækið GV Gröfur ehf. átta lægsta tilboð í verðfyrirspurn framkvæmdardeildar vegna verksins; Kjarnaskógur og Hamrar - undirbúningur vegna malbikunar. Kostnaðaráætlun hönnuða nam um 9,5 milljónum króna en GV Gröfur buðust til að vinna verkið fyrir rúmar 5,3 milljónir króna, sem 55,64% af kostnaðaráætlun. Framkvæmdadeild hefur samið við lægstbjóðanda.

Eftirfarandi tilboð bárust frá öðrum aðilum:
G. Hjálmarsson hf - kr. 5.920.000 - 61,70%
Skútaberg ehf - kr. 6.165.000 - 64,25%
Finnur ehf - kr. 7.486.000 - 78,05%
Malbikun KM ehf - kr. 12.983.400 - 135,31%

Nýjast