Samið um frágang á grænum svæðum í Naustahverfi

Framkvæmdadeild Akureyrarbæjar leggur til að samið verði við Túnþökusölu Kristins ehf. um frágang á grænum svæðum í Naustahverfi. Fyrirtækið átti lægra tilboðið í verkið í verðfyrirspurn framkvæmdadeildar en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á rúmar 4,6 milljónir króna. Túnþökusala Kristins bauð tæpar 4,6 milljónir króna í verkið, eða um 98% af kostnaðaráætlun.  

G.Hjálmarsson hf. bauð rúmar 9,5 milljónir króna í verkið eða ríflega 204% af kostnaðaráætlun. Sigfús Arnar Karlsson fulltrúi B-lista óskaði bókað á framkvæmdaráðs að verklok skuli standa.

Nýjast