Helga Steinunn Guðmundsdóttir, einn eigenda Samherja, afhenti styrkina og hún sagðist við það tækifæri vera stolt af því að tilheyra Samherjafjölskyldunni. Helga sagði einnig að Samherji hefði ávallt haft á að skipa frábæru starfsfólki, hvort heldur sem væri á skrifstofu, í landvinnslu eða á sjó. Fyrir um ári stóð Samherji fyrir samskonar athöfn í Ketilhúsinu á Akureyri en þá afhenti fyrirtækið styrki samtals að upphæð 50 milljónir króna.