Samherji tekur formlega við rekstri ÚA
Um er að ræða fiskvinnslu á Akureyri og Laugum, ísfisktogarana Sólbak EA 1 og Mars RE 205 og veiðiheimildir, samtals 5.900 þorskígildistonn. Hjá ÚA á Akureyri og Laugum starfa samtals um 150 manns. "Hjá Samherja starfar öflugur og samheldinn hópur og sömu sögu má segja um starfsmenn ÚA. Við erum því bjartsýn um að samstarfið í þessum stækkandi hópi samstarfsmanna verði farsælt. Okkur stjórnendum Samherja er ljóst hve stóran sess ÚA skipar í hugum heimamanna. Við gerum okkur grein fyrir ábyrgðinni sem fylgir því að taka yfir þennan rekstur og munum leggja okkur fram um að hann gangi sem best í framtíðinni," sagði Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Baldvin NC kom með fullfermi af þorski til Akureyrar í kvöld, sem veiddur var við austurströnd Gærnlands á tiltölulega skömmum tíma. Skipið er gert út frá Cuxhaven af Deutsche Fischfang Union, DFFU, sem er dótturfélag Samherja. "Þetta er stór og góður þorskur, meðalviktin er yfir þrjú kíló eftir aðgerð. Áhöfnin á Baldvin NC er sannarlega ánægð og stolt af því að koma með fyrsta farminn til vinnslu hjá ÚA," segir Sigurður Kristjánsson skipstjóri.