Samherji boðar til atvinnu- málafundar á Hótel KEA

Samherji hefur boðað til atvinnumálafundar á Hótel KEA á Akureyri næstkomandi föstudagsmorgun, 23. apríl kl. 8.15. Þetta er þriðji fundur fyrirtækisins um atvinnumál og starfsemi fyrirtækisins á skömmum tíma. Að þessu sinni verður fjallað um veiðar og vinnslu.  

Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðar Samherja fjallar um veiðar og Gestur Geirsson framkvæmdastjóri landvinnslu fjallar um vinnslu. Fundarstjóri er Eiríkur Jóhannsson stjórnarformaður Samherja. Að loknum framsögum verður tekið á móti fyrirspurnum úr sal.

Nýjast