08. janúar, 2009 - 22:20
Fréttir
Á fundi bæjarráðs Akureyrar í morgun voru lögð fram drög að sameiginlegri yfirlýsingu bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar og
hreppsnefndar Grímseyjarhrepps varðandi undirbúning að sameiningu sveitarfélaganna. Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra að
leggja ný drög fyrir næsta fund bæjarráðs.