Sameinast Akureyri og Grímsey án kosninga?

Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær, var samþykkt yfirlýsing með 11 samhljóða atkvæðum, þar sem bæjarstjórn lýsir yfir vilja sínum til viðræðna við hreppsnefnd Grímseyjarhrepps og samgönguráðuneytið um sameiningu sveitarfélaganna tveggja.  

Í þeim viðræðum verði m.a. kannað hvort og þá hvernig hægt sé að sameina sveitarfélögin tvö án undangenginna kosninga þrátt fyrir ákvæði sveitarstjórnarlaga þar um.  

Nýjast