Sambandsþing UMFÍ í Hofi um helgina
Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson flytur ávarp við þingsetningu. 47. Sambandsþing Ungmennafélags Íslands sem verður haldið í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri um helgina. Samtals eiga 135 fulltrúar rétt til setu á þinginu frá 18 héraðssamböndum og 10 félögum með beina aðild. Mogens Kirkeby, forseti ISCA, mun sitja þingið.
Þingsetning verður klukkan 10.00 á morgun laugardag og í framhaldinu verða kosnir starfsmenn þingsins. Þingstörfum á laugardeginum lýkur með nefndarstörfum sem hefjast klukkan 15.30. Þingstörf hefjast síðan klukkan 9 á sunnudagsmorgninum. Nefndir skila áliti og síðan fara fram umræður og afgreiðsla. Þingstörf verða fram eftir degi en lýkur síðan með kosningum. Áætluð þingslit eru klukkan 17.00.