Þetta er annar fyrirlesturinn í röð fyrirlestra um "Hrunið og heimspekina" en í síðustu viku reið Páll Skúason á vaðið þegar hann talaði um samfélag og ríkisvald og það sem fór úrskeiðis á árunum fyrir hrun. Fyrirlestraröðin er unnin í samstarfi Félags áhugafólks um heimspeki, Hug- og félagsvísindadeildar Háskólans á Akureyri og Amtsbókasafnsins á Akureyri.
Næstu lestrar eru:
22. apríl - Magnús Baldursson: Hvað er vald?*
29. apríl - Guðmundur Heiðar Frímannsson: Er samfélagssáttmálinn brostinn?
7. maí - Ágúst Þór Árnason: Hvaða lýðveldi?
Allir fyrirlestrarnir fara fram á Amtsbókasafninu, nema fyrirlestur Magnúsar sem ber upp á sumardaginn fyrsta og verður haldinn í Eymundsson,
Hafnarstræti.