Saga Capital og KEA ekki aðilar að stofnun norðlenskrar peningastofnunar

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson forstjóri Saga Capital fjárfestingabanka á Akureyri kannast ekki við að þreifingar séu hafnar um stofnun norðlenskrar penningastofnunar. "Vafalaust eru menn eitthvað að tala saman en við erum alla vega ekki í þeirri umræðu," sagði Þorvaldur Lúðvík.  

Í frétt svæðisútvarpsins í vikunni var fjallað um þreifingar um stofnun norðlenskrar peningastofnunar, þar sem sparisjóðir yrðu sameinaðir og Saga Capital stærsti eigandinn. Fram kom að helst væri horft til sameiningar Sparisjóðs Svarfdæla, Sparisjóðs Ólafsfjarðar, Sparisjóðs Siglufjarðar, Sparisjóðs Skagafjarðar og Sparisjóðs Höfðhverfinga á Grenivík. Einnig væri inn í myndinni að KEA og Kaupfélag Skagfirðinga komi að stofnun þessarar nýju sameinuðu stofnun.

Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri  KEA segir að félagið sé ekki aðili að neinum slíkum viðræðum á svæðinu. En það kæmi honum ekki á óvart þó það verði einhverjar breytingar á þessu landslagi á næstunni.

Nýjast