Í frétt svæðisútvarpsins í vikunni var fjallað um þreifingar um stofnun norðlenskrar peningastofnunar, þar sem sparisjóðir yrðu sameinaðir og Saga Capital stærsti eigandinn. Fram kom að helst væri horft til sameiningar Sparisjóðs Svarfdæla, Sparisjóðs Ólafsfjarðar, Sparisjóðs Siglufjarðar, Sparisjóðs Skagafjarðar og Sparisjóðs Höfðhverfinga á Grenivík. Einnig væri inn í myndinni að KEA og Kaupfélag Skagfirðinga komi að stofnun þessarar nýju sameinuðu stofnun.
Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA segir að félagið sé ekki aðili að neinum slíkum viðræðum á svæðinu. En það kæmi honum ekki á óvart þó það verði einhverjar breytingar á þessu landslagi á næstunni.