Sæludagur í sveitinni
Fjöldi fólks lagði leið að Möðruvöllum í Hörgársveit í dag, þegar haldinn var Sæludagur í sveitinni. Þar var
m.a. haldið sveitafitness og traktorsspyrna og var keppni bæði spennandi og skemmtileg. Blómagarðar voru opnir, upplestur var á ljóðum í
Möðruvallakirkju, kirkjukórin seldi vöfflukaffi í Leikhúsinu og fjós voru opin, svo eitthvað sé nefnt.
Kl. 17.00 verður bátarallý við hafnarsvæðið á Hjalteyri, í boði verður kvöldsigling með Húna II, gestir geta mætt með á grillið í kvöld á Hjalteyri og framhaldinu verður þar fjölskylduball með Birgi Arasyni og hljómsveit hans. Sjá fleiri myndir á ljósmyndir.