Sæborgin fékk góðar móttökur í sinni gömlu heimahöfn

Fólk sem tengist Sæborginni að fornu og nýju tók á móti henni við komuna til Húsavíkur. Mynd: Heiðar Kristjánsson.
Sæborgin, tíundar eikarskip í hvalaskoðunarflota Norðursiglingar á Húsavík, fékk góðar móttökur þegar hún sigldi inn í sína gömlu heimahöfn í hádeginu í dag. Sæborg ÞH var seld frá Húsavík til Keflavíkur árið 1992, en hefur undanfarin ár verið gerð út í ferðaþjónustu frá Reykjavík undir nafninu Áróra RE.
Margir tóku á mótu bátnum, m.a. fyrrum skipverjar á Sæborginni og Norðursigling bauð viðstöddum í veitingar á Gamla bauk í tilefni dagsins. Nánar um Sæborgina í Skarpi á fimmtudag. JS