SA Víkingar unnu Björninn fyrir sunnan

Víkingar höfðu betur gegn Bjarnarmönnum i gær. Mynd: Elvar Freyr.
Víkingar höfðu betur gegn Bjarnarmönnum i gær. Mynd: Elvar Freyr.

SA Víkingar gerðu góða ferð suður yfir bóginn er liðið lagði Björninn að velli í gærkvöld, 5-4, á Íslandsmóti karla í íshokkí í Egilshöllinni. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 4-4 og því þurfti að framlengja. Björn Már Jakobsson leikmaður SA skoraði eina mark framlengingarinnar og tryggði norðanmönnum mikilvægan sigur í toppbaráttunni. Björninn hefur áfram 29 stig á toppnum en SA Víkingar hafa 22 stig í þriðja sæti. Víkingar eiga hins vegar þrjá leiki til góða á Björninn. SR situr í öðru sæti með 23 stig og fjóra leiki til góða á toppliðið.

Mörk Bjarnarins: Matthías Skjöldur Sigurðsson 1/1, Ólafur Hrafn Björnsson 1/1, Andri Már Helgason 1/0, Arnar Bragi Ingason 1/0.
Mörk SA Víkinga: Lars Foder 2/0, Björn Már Jakobsson 1/1, Steinar Grettisson 1/1, Andri Freyr Sverrisson 1/0

Nýjast