SA Víkingar skelltu Húnum fyrir sunnan

SA Víkingar frá Akureyri skelltu sér í annað sætið á Íslandsmóti karla í íshokkí með 6-4 útisigri gegn Húnum í Egilshöllinni í gærkvöld. Heimamenn komust í 3-0 en norðanmenn spýttu þá í lófana og mikilvægur sigur hjá norðanmönnum í toppbaráttunni. Með sigrinum fara Víkingar upp fyrir SR í annað sæti deildarinnar með 21 stig. Björninn er á toppnum með 25 stig og SR hefur 19 stig í þriðja sæti. Björninn hefur hins vegar leikið ellefu leiki, Víkingar níu leiki og SR átta leiki. Það er því afar hörð barátta framundan um sæti í úrslitakeppninnni í vor en þangað fara tvo efstu liðin.

Mörk Húna: Falur Birkir Guðnason 1/1 Brynjar Bergmann 1/1 Ólafur Hrafn Björnsson 1/0 Birkir Árnason 1/0.
Mörk Víkinga: Josh Gribben 2/0 Ingvar Þór Jónsson 1/3 Andri Már Mikaelsson 1/2 Stefán Hrafnsson 1/1 Björn Már Jakobsson 1/0

Nýjast