SA Víkingar söxuðu á forskot Bjarnarins er liðið hafði betur gegn toppliðinu í Egilshöllinni í kvöld á Íslandsmóti karla í íshokkí. Lokatölur urðu 1-6 fyrir gestina að norðan, en þetta var aðeins annar tapleikur Bjarnarins í níu leikjum. Björninn heldur toppsætinu með 21 stig eftir níu leiki, en SA Víkingar hafa 18 stig í öðru sæti eftir átta leiki. Mika Mailanen skoraði mark Bjarnarins en þeir Steinar Grettisson, Björn Jakobsson, Andri Sverrisson, Sigmundur Sveinsson, Sigurður Reynisson og Stefán Hrafnsson skoruðu mörk SA Víkinga.