SA-slagur í Skautahöllinni í kvöld

Tveir leikir fara fram á Íslandsmóti karla í íshokkí í kvöld. Í Skautahöllinni á Akureyri eigast við Jötnar og Víkingar í innbyrðisviðureign Skautafélags Akureyrar og í Egilshöll mætast Björninn og Húnar í innbyrðisviðureign Bjarnarins. Báðir leikirnir hefjast kl. 19:30. Víkingar og Húnar eru án stiga í deildinni eftir tap í fyrsta leiknum en Jötnar og Björninn hafa þrjú stig hvort.

Nýjast