SA lagði Björninn í 1. umferð Íslandsmótsins í íshokkí

Skautafélag Akureyrar, SA, vann góðan sigur á Birninum er liðin áttust við í kvöld í fyrstu umferð á Íslandsmótinu í íshokkí. Leikurinn fór fram í Skautahöllinni á Akureyri og höfðu heimamenn 4:2 sigur, í annars jöfnum og spennandi leik.  

SA skoraði fyrsta mark leiksins snemma í fyrsta leikhluta en gestirnir úr Birninum náðu að jafna fljótlega. SA komst yfir 2:1 og þannig var staðan þegar annar leikhluti hófst. Aðeins var eitt mark skorað í þeim leikhluta og það gerði liðsmaður Bjarnarins og staðan því 2:2 fyrir þriðja og síðasta leikhluta. Þar reyndust heimamenn sterkari, skoruðu tvö mörk, reyndar annað þeirra með hjálpa gestanna að sunnan og 4:2 sigur staðreynd.

Nýjast