Skautafélag Akureyrar (SA) leikur sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu í íshokkí þegar liðið fær Björninn frá Reykjavík í heimsókn á laugardaginn kemur. SA hefur fengið til liðs við sig nýjan þjálfara en sá heitir Josh Gribben og kemur frá Kanada.
Félagið hefur misst tvo leikmenn frá sl. vetri, þá Kóp Guðjonsen sem gekk til liðs við Björninn og Andra Má Mikaelsson sem fór til Svíþjóðar. Þá mun Jón Gíslason vera frá vegna meiðsla fram yfir áramót. Leikur SA og Björnsins hefst kl. 17:30 í Skautahöll Akureyrar nk. laugardag.