SA eldri vann grannaslaginn

SAjun og SAsen mættust í Skautahöll Akureyrar á Íslandsmótinu í íshokkí í meistaraflokki kvenna í kvöld þar sem lokatölur urðu 4:2 sigur SAsen.

Saraha Smiley skoraði tvívegis fyrir SAsen í leiknum og þær Hanna Björgvinsdóttir og Guðrún Viðarsdóttir sitt markið hver. Mörk SAjun skoruðu Telma Guðmundsdóttir og Bergþóra Bergþórsdóttir. 

Nýjast