Rýmingu hefur ekki verið aflétt í Kinn og Útkinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.
Í nótt féllu skriður í Útkinn og er hættustig enn í gildi á svæðinu. Spáð er töluverðri úrkomu í dag og til miðnættis. Vegurinn um Kinn er enn lokaður fyrir almennri umferð. Verið er að afla upplýsinga um stöðuna, mynda fjallshlíðar og leggja mat á vatnsmagn og hættu á skriðuföllum. Næsti stöðufundur með sérfræðingum veðurstofunnar verður haldinn í lok dags.