Rúmlega 40 umsóknir bárust um starf verkefnastjóra í Hofi en umsóknarfrestur rann út í byrjun vikunnar. Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Hofs segir að verið sé að ráða í stöðu verkefnastjóra, þar sem Freyja Dröfn Frímannsdóttir var aðeins ráðin fram að áramótum. Ástæður þess að hennar ráðning var tímabundin var sú að á þeim tímapunkti fannst okkur við ekki sjá nógu langt inn í nýtt rekstrarár til að þora að fara í slíka skuldbindingu sem fastráðning er.
Nú teljum við okkur hins vegar vera tilbúin í það enda verkefnastaðan mjög góð og ekkert lát virðist vera á því. Freyja Dögg er enn starfsmaður Hofs en við erum alltaf að vinna að auknu samstarfi við LA. Ein af þeim leiðum sem við höfum verið/erum að skoða varðandi slíkt samstarf er að starfsfólk fari á milli stofnana ef um álgstíma er að ræða. Freyja hefur því verið að aðstoða LA við uppsetningu á Gulleyjunni í desember. Það eru einnig dæmi um að tæknimenn fari á milli húsa auk þess sem við erum að skoða fleiri leiðir í samstarfi LA og Hofs, segir Ingibjörg Ösp.