Rúmlega 20 erlendir læknar á námskeiði á FSA

Þessa viku eru 24 erlendir læknar á námskeiði á FSA. Nemarnir eru sérfræðingar í svæfingalækningum eða í sérnámi og koma frá öllum Norðurlöndunum.  Námskeið þetta er lokahluti af samnorrænu sérfræðinámi í barnasvæfingum og barnagjörgæslu og er haldið á vegum Scandinavian Society of Anaesthesiology and Intensive Care Medicine, á Akureyri.   

Umsjónarmenn námskeiðsins eru Björn Gunnarsson, yfirlæknir svæfingadeildar FSA og læknisfræðilegur forsvarsmaður sjúkraflugs og Ívar Gunnarsson, svæfingalæknir á Landspítalanum.  Þetta er í fyrsta skipti sem svo stór hópur lækna sest á skólabekk á Akureyri og er skemmtileg nýbreytni fyrir FSA og nemana, segir í fréttatilkynningu. 

Nýjast