RÚMLEGA 1200 SÓTTU UM NÁM VIÐ HÁSKÓLANN Á AKUREYRI

Frá brautskráningarhátíð Háskólans á Akureyri fyrr í þessum mánuði
Frá brautskráningarhátíð Háskólans á Akureyri fyrr í þessum mánuði

Alls sóttu 1203. um skólavist við Háskólann á Akureyri fyrir næsta misseri 2016-2017. Alls bárust 935 umsóknir í grunnnám og 268 í framhaldsnám. Eins og undanfarin ár bárust flestar umsóknir um nám í hjúkrunarfæði, alls 230. Næst flestir hyggja á nám í sálfræði, samtals 158 manns. Mesta aukning er í námi í kennarafræðum og í lögfræði.

Mjög hallar á karlmenn sem stunda nám við HA þar sem 78% nemenda á síðasta misseri voru konur en aðeins 22% karlmenn. Háskólinn hyggst rýna nánar í þessa kynjaskiptingu á næstunni og leyta úrræða til að jafna hlutföllin.

Háskólinn á Akureyri hefur verið í stöðugri sókn í fjarkennslu og nú er í fyrsta skipti hægt að stunda allt nám í svokölluðu sveigjanlegu námi. Einnig býður HA upp á nám í samvinnu við aðra háskóla. Annað árið í röð er hægt að nema tölvunarfræði við HA í samvinnu við HR og á heilbrigðisvísindasviði er í fyrsta skipti boðið upp á viðbótardiplómunám í starfsendurhæfingu í samvinnu við Háskóla Íslands.

Eyjólfur Guðmundsson rektor er ánægður með fjölda umsókna en hefur þó áhyggjur af þróuninni þar sem að háskólinn sé verulega undirfjármagnaður. „Með áframhaldandi vinsældum náms við Háskólann á Akureyri er ljóst að erfitt verður að taka við sama fjölda á næsta ári. Mögulega þarf að grípa til aðgangstakmarkana á ákveðnum sviðum eða draga úr þjónustu við aðrar landsbyggðir.“

Nýjast