Rómantíkin svífur yfir vötnunum

Mynd/Þröstur Ernir.
Mynd/Þröstur Ernir.

Hjónin Hjalti Jónsson og Lára Sóley Jóhannsdóttir á Akureyri  gefa út sína fyrstu plötu nú í lok ágúst. Og nefnist platan einfaldlega Hjalti og Lára. „Það má segja að gamall draumur sé að rætast en okkur hefur lengi langað til að gefa út plötu saman. Þetta gekk allt mjög hratt fyrir sig þegar við ákváðum að fara af stað,“ segir Lára.

„Við vorum eiginlega mætt í upptökuver hálftíma eftir að við ákváðum að gera plötu. Við tókum hana upp í Hofi í vor og erum mjög sátt með útkomuna,“ segir hún.

Ballöður og kántrý

 Rómantíkin svífur yfir vötnum á plötunni sem inniheldur tólf lög, bæði íslensk og erlend. Á henni flytja þau Hjalti og Lára rólegar ballöður í bland við kántrý-skotna slagara. „Þetta eru aðallega lög sem við höfum verið beðin um að flytja við ýmiss konar tilefni og lög sem hafa fylgt okkur í gegnum árin,“ segir Lára.

throstur@vikudagur.is

Nýjast