Rólegt í fasteignaviðskiptum á Akureyri

Einungis 6 kaupsamningum varð þinglýst á Akureyri  á tímabilinu frá 30. janúar til 12. febrúar. Í liðinni viku var fjórum kaupsamningum þinglýst, allir voru þeir um eignir í fjölbýli og var heildarveltan um 46 milljónir króna og meðalupphæð á samning 11,6 milljónir.   

Í vikunni á undan var tveimur kaupsamningum þinglýst á Akureyri, annar um eign í fjölbýli, hinn í sérbýli.  Heildarveltan var 37 milljónir og meðalupphæð á samning 18,6 milljónir króna, að því er fram kemur á vef Fasteignamats ríkisins.

Nýjast