Rokkað gegn krabbameini í Húsavíkurkirkju

Flytjendur Tónasmiðjunnar á æfingu sl. þriðjudagskvöld. Myndir/epe
Flytjendur Tónasmiðjunnar á æfingu sl. þriðjudagskvöld. Myndir/epe
  • Tónasmiðjan og gestir standa fyrri tónleikasýningunni Ljós í myrkri – ROKKUM gegn krabbameini í Húsavíkurkirkju Sunnudaginn 29. maí kl. 17:00

Um þessar mundir er hópur flytjenda á ýmsum aldri, einsöngvarar, bakraddir, hljómsveit ásamt heiðursgesti að vinna að glæsilegri tónleikasýningu sem flutt verður í Húsavíkurkirkju  á sunnudag Allur ágóði tónleikanna rennur til Krabbameinsfélags Þingeyinga og í Ljósið endurhæfing og stuðningsmiðstöð.

Blaðamaður Vikublaðsins leit við á æfingu í vikunni í nýrri og glæsilegri æfingaaðstöðu Tónasmiðjunnar. Þar var stór hópur hæfileikafólks á öllum aldri, þar skein ástríða úr hverju andliti og hæfileikarnir leyndu sér ekki.

Á tónleikunum verða flutt lög með goðsögnum á borð við Guns ´N´ Roses, Tinu Turner, Stjórnina, Bon Jovi, SSsól, Bruno Marsh, Gunna Þórðar og fleiri.

Nánari upplýsingar um miðapantanir og verð með því að smella HÉR

Tónasmiðjan 2

Tónasmiðjan 3

Tónasmiðjan 4

Tónasmiðjan 5


Athugasemdir

Nýjast