Rjómablíða og gott skíðafæri í Hlíðarfjalli

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður opið í dag frá kl. 10-16. Rjómablíða er í fjallinu, eins og hún gerist best á Norðurlandi, samkvæmt upplýsingum Guðmundar Karls Jónssonar forstöðumanns. Skíðafærið er vorsnjór þó svo það sé aðeins mars. Kl. 14.00 í dag munu slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Akureyrar keppa í slöngusvigi, þar sem fimm liðsmenn renna sér saman niður svigbraut með brunaslöngu á milli sín. Guðmundur Karl segir að þrátt fyrir hlýindin núna um helgina sé von á kaldari tíð seinni part vikunnar og nýjum snjó svona rétt fyrir páskana.

Nýjast