Risahótelið við Mývatn fær að rísa

Tölvumynd af hótelinu sem fyrirhugað er að byggja við Mývatn. Mýnd: Mynd: Basalt Arkitektar  -  Ísla…
Tölvumynd af hótelinu sem fyrirhugað er að byggja við Mývatn. Mýnd: Mynd: Basalt Arkitektar - Íslandshótel

Umhverfisstofnun hefur gefið leyfi fyrir byggingu hótels á Flatskalla í landi Grímsstaða. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. Framkvæmdir við hótelið voru stöðvaðar í byrjun síðasta mánaðar. Þá hafði komið í ljós að ekki lá fyrir leyfi fyrir framkvæmdinni hjá Umhverfisstofnun. Þá hafði Skipulagsstofnun ekki fengið tækifæri til að meta hvort framkvæmdin væri háð umhverfismati.

Framkvæmdir við hótelið hafa nú hafist að nýju en Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu í byrjun mánaðarins að þær væru ekki háðar umhverfismati.

RÚV fjallaði nánar um málið.

 

Nýjast