Ríkið styrki hreppinn strax

Við Mývatn. Mynd: JS
Við Mývatn. Mynd: JS

Heil­brigðis­nefnd Norður­lands eystra mæl­ist til þess að rík­is­stjórn Íslands veiti Skútustaðahreppi fjár­hags­leg­an stuðning án tafar, vegna kostnaðar við hönn­un, bygg­ingu og rekst­ur á hreinsi­virkj­un fyr­ir skólp í Skútustaðahreppi.

Mik­il­vægt sé að hraða úr­bót­um í frá­veitu­mál­um eins og kost­ur er svo ekki þurfi að koma til þess að tak­marka fjölda ferðamanna við Mý­vatn.

Þetta kem­ur fram í bók­un sem nefnd­in hef­ur sent Sig­urði Inga Jó­hanns­syni for­sæt­is­ráðherra og Jóni Óskari Pét­urs­syni, sveit­ar­stjóra Skútustaðahrepps.

Hér má sjá bók­un­ina í heild sinni:

Heil­brigðis­nefnd ít­rek­ar fyrri til­mæli til sveit­ar­stjórn­ar Skútustaðahrepps um að skipu­leggja og hrinda í fram­kvæmd úr­bót­um í frá­veitu­mál­um  til sam­ræm­is við gild­andi lög og regl­ur og gagn­gert í þeimtil­gangi að draga úr álagi í Mý­vatni af völd­um nær­ing­ar­efna.

Að mati heil­brigðis­nefnd­ar er nauðsyn­legt að byggja vönduð hreinsi­virki fyr­ir skólp fyr­ir þétt­býlið í Reykja­hlíð, Vog­um og Skútu­stöðum og víðar þar sem byggð er þétt á vatna­svæði Mý­vatns.

Einnig er mik­il­vægt að bænd­ur eigi þétt og vönduð 6 mánaða haug­hús og hagi búrekstri í sam­ræmi við starfs­regl­ur Um­hverf­is­stofn­un­ar um góða bú­skap­ar­hætti, tak­marki og vandi alla notk­un á áburði og skili land­búnaðarúr­gangi í viður­kennda förg­un og að gert verði átak í flokk­un, mót­töku og förg­un land­búnaðarúr­gangs.

Heil­brigðis­nefnd mæl­ist jafn­framt til þess að rík­is­stjórn veiti Skútustaðahreppi nú þegar fjár­hags­leg­an stuðning vegna kostnaðar við hönn­un, bygg­ingu og rekst­ur á hreinsi­virkj­um fyr­ir skólp í Skútustðahreppi.

Í þessu sam­bandi er bent á kröfu um ít­ar­lega skólp­hreins­un skv. reglu­gerð um vernd­un Mý­vatns og Laxár (nr. 665/​2012). Um er að ræða mjög kostnaðarsam­ar og íþyngj­andi kröf­ur fyr­ir fjár­hag lít­ils sveit­ar­fé­lags og jafn­framt fel­ast mikl­ir hags­mun­ir og ábyrgð í því að vernda Mý­vatn sem nátt­úruperlu á heimsvísu. 

Heil­brigðis­nefnd minn­ir á mik­il­vægi þess að hraða úr­bót­um í frá­veitu­mál­um í Skútustaðahreppi eins og kost­ur er, þannig að ekki þurfi að koma til þess að tak­marka fjölda ferðamanna á vatna­svæði Mý­vatns. /epe

Tengdar fréttir af dagskrain.is:

VEIÐIFÉLAG MÝVATNS LEITAR STUÐNINGS STJÓRNVALDA

VILJA AÐ ÁSTÆÐUR HVÍTLEITS MÝVATNS VERÐI RANNSAKAÐAR  

FJÖREGG ÁLYKTAR UM ÁSTANDIÐ Í MÝVATNI OG LAXÁ

Nýjast