Stjórn Akureyrarstofu fagnar skýrslu IFS greiningarfyrirtækis um Vaðlaheiðargöng þar sem fram kemur að allar forsendur fyrir gerð ganganna eru innan marka. Stjórninni þykir miður hvernig reynt hefur verið að afvegaleiða umræðuna með ýmsum hætti. Gefið er til kynna að ríkissjóður leggi fram fé til framkvæmdarinnar, segir m.a. í ályktun sem samþykkt var á fundi stjórnar í gær.
Hið rétta er að ríkið ábyrgist fjármögnun framkvæmdarinnar og engir fjármunir fara úr ríkissjóði Framkvæmdin tekur því ekki fé frá öðrum brýnum verkefnum. Þá má benda á að ríkissjóður fær 3 - 3,5 milljarða í beinar tekjur af framkvæmdinni á byggingartíma ganganna ef farið verður í hana. Þá fjármuni má nota í brýn verkefni í þágu samfélagsins, segir ennfremur ályktuninni.