Á síðasta fundi íþróttaráðs var lögð fram skýrsla um heildarskipulag fyrir Hlíðarfjall sem unnin er af SE-Group í Bandaríkjunum að beiðni Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands og íþróttaráðs. Ráðið leggur til við skipulagsnefnd að tillaga 1 í skýrslu SE-Group verði höfð sem leiðarljós fyrir komandi vinnu við nýtt deiliskipulag fyrir Hlíðarfjall sem og að skipulagssvæði skíðasvæðisins verði stækkað til suðurs eins og lagt er til í skýrslunni. Þá beinir íþróttaráð þeim tilmælum til skipulagsnefndar að samhliða deiliskipulagsvinnunni verði farið fram á umhverfismat fyrir svæðið í heild sinni.