Rífa upp sjómannadaginn á Akureyri
Blásið verður til stórhátíðar á Akureyri í tilefni sjómannadagsins um næstu helgi, dagana 3.-5. júní.
Hátíðin verður samsett úr tveimur hátíðum sem haldnar hafa verið síðustu ár; Sjómannadeginum og Einum á báti.
Viðburðastofa Norðurlands heldur um taumana í góðri samvinnu við að standendur hátíðanna tveggja.
Sjómannadagshátíðin á Akureyri hefur dalað undanfarin ár og var t.a.m. ekkert haldið upp á daginn í fyrra. Nú á hins vegar að spyrna við fótum.
„Þessir aðilar sem staðið hafa fyrir hátíðunum tveimur komu til mín og vildu athuga hvort ekki væri hægt að sameina þær og gera hlutina almennilega,“ segir Davíð Rúnar Gunnarsson, viðburðarstjóri hjá Viðburðastofu Norðurlands, í samtali við Vikudag.
Lengri og ítarlegri útgáfu af greininni má nálgast í prentútgáfu Vikudags.
-Vikudagur, 26. maí