Reynir Fc Kjarnafæðismeistarar í knattspyrnu
Úrslitaleikirnir í Kjarnafæðideildinni í knattspyrnu, utandeild Knattspyrnudómarafélags norðurlands, fór fram sl. föstudag. Til úrslita um fyrsta sætið léku Fc. Mývetningur gegn ríkjandi meisturum, Reynir Fc.
Leikurinn var úrslitaleikur af bestu gerð. Bæði lið hófu leikinn mjög varfærnislega og lítið var um færi framan af. Reynismenn voru heldur sterkari í fyrri hálfleik og uppskáru mark eftir laglegt spil á 13.mínútu þegar Ólafur Ingi setti boltann í stöng og inn. Eftir 9.mínútna leik í seinni hálfleik tókst Reynismönnum að opna vörn Mývetnings, Þórir Ingvarsson komst einn í geng og setti boltann í nærhornið, 2-0.
Við þetta hresstust Mývetningur og sóttu stíft það sem eftir lifði leiks. Daníel Örn minnkaði muninn með þrumuskoti 8.
mínútum fyrir leikslok. En nær komst Mývetningur ekki og Reynismenn Kjarnafæðismeistarar. Þess má geta að Reynismenn unnu einnig mótið
í fyrra ásamt því að verða Kjarnafæðisbikarmeistarar fyrr í sumar.