Réttað á þremur stöðum í Eyjafirði um helgina
Líkt og vanalega hefur Ólafur R. Dýrmundsson ráðunautur hjá Bændasamtökunum haft veg og vanda að samantekt listans. Fram kemur á vef Bændasamtakanna að vert sé að taka fram að alltaf geti slæðst villur í lista af þessu tagi. Því er þeim sem hyggjast kíkja í réttir á komandi hausti bent á að gott getur verið að hafa samband við heimamenn og fá staðfestingu á dagsetningum og tímasetningu réttanna.
Fjárréttir í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum
Árskógsrétt á Árskógsströnd, Eyf. laugardag 10. sept.
Baldursheimsrétt í Mývatnssveit, S.-Þing. sunnudag 4. sept.
Glerárrétt við Akureyri, laugardag 17. sept.
Gljúfurárrétt í Höfðahverfi, S.-Þing. laugardag 10. sept.
Hlíðarrétt í Mývatnssveit, S.-Þing sunnudag 4. sept.
Hraungerðisrétt í Eyjafjarðarsveit, laugardag 3. sept.
Hraunsrétt í Aðaldal, S.-Þing., sunnudag 11. sept.
Illugastaðarétt í Fnjóskadal S.-Þing., sunnudag 11. sept.
Lokastaðarétt í Fnjóskadal, S.-Þing., sunnudag 11. sept.
Möðruvallarétt í Eyjafjarðarsveit, laugardag 3. sept.
Reistarárrétt í Arnarneshreppi, Eyf., laugardag 10. sept.
Reykjarétt í Ólafsfirði, laugardag 17. sept.
Sandfellshagarétt í Öxarfirði, N.-Þing., þriðjudag 13. sept.
Staðarbakkarétt í Hörgárdal, Eyf., föstudag 16. sept.
Tjarnarleitisrétt í Kelduhverfi, S-Þing., sunnudag 18. sept.
Tungurétt í Öxarfirði, N.-Þing., sunnudag 11. sept.
Tungurétt í Svarfaðardal, sunnudag 11. sept.
Þorvaldsdalsrétt í Hörgárdal, Eyf., laugardag 10. sept.
Þórustaðarétt í Hörgárdal, Eyf., laugardaginn 17. sept.
Þverárrétt ytri, Eyjafjarðarsveit, Eyf., sunnudag 4. sept.
Þverárrétt í Öxnadal, Eyf., mánudag 19. sept.
Stóðréttir í Eyjafirði
Þverárrétt ytri, Eyjafjarðarsveit, laugardag 8. okt. kl. 10
Melgerðismelarétt í Eyjafjarðarsveit, laugardag 8. okt. kl. 13