Rekstur í jafnvægi og aukning á flestum sviðum

Ársfundur Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) fór fram á dögunum en þar kom m.a. fram að rekstrarafkoma ársins var í jafnvægi. Tekjuhalli í lok árs varð 8,5 milljónir króna eða 0,1% miðað við fjárlög og í árslok var höfuðstóll neikvæður um 75 milljónir króna. Heildarútgjöld voru 6.843 milljónir króna og hækkuðu um 9,12% milli ára. Aukning var á flestum sviðum sjúkrahússins og má nefna að 11% aukning var í sjúkraflugi á milli ára. Ítarlega er fjallað um ársfundinn og starfsemi SAk í prentútgáfu Vikudags.

-Vikudagur, 19. maí

 

Nýjast