05. maí, 2009 - 14:09
Fréttir
Á fundi skólanefndar Akureyrar í gær, voru lagðar fram tillögur skólastjórnenda Tónlistarskólans að breyttum áherslum
í faglegu starfi skólans og að breytingum á rekstri. Þar er gert ráð fyrir því að starf almennu deildarinnar verði lagt niður
á næstu tveimur til þremur árum, nemendum fjölgað í áfangadeildinni og þar verði starfið endurskipulagt.
Tillögurnar fela í sér lækkun á kostnaði við rekstur skólans sem nemur um 10 milljónum króna á næsta
skólaári. Skólanefnd samþykkti fyrirliggjandi tillögu skólastjórnenda og fól þeim að kynna breyttar áherslur fyrir nemendum og
foreldrum.