Reka fjóra veitingastaði

Hallgrímur og Þóra auka umsvifin í veitingarekstrinum. Mynd/Þröstur Ernir
Hallgrímur og Þóra auka umsvifin í veitingarekstrinum. Mynd/Þröstur Ernir

Hallgrímur Friðrik Sigurðarson matreiðslumeistari og Þóra Hlynsdóttir eiginkona hans hafa keypt rekstur veitingastaðarins 1862 Nordic Bistro í Hofi á Akureyri. Hallgrímur átti veitingastaðinn ásamt þeim Vigni Má Þormóðssyni og Leifi Hjörleifssyni sem var opnaður 2010 en hefur nú keypt þá út úr rekstrinum. Hallgrímur og Þóra reka þrjá aðra staði við Ráðhústorgið á Akureyri, T-Bone steikhús, Kung Fu og R5 Bar og því reka þau hjónin nú alls fjóra veitingastaði í bænum en rætt er við Hallgrím um veitingabransann í nýjasta tölublaði Vikudags.

-Vikudagur, 5. maí

Nýjast