Michael Jón Clarke tónlistarmaður flutti ungur að árum til Akureyrar í ævintýraþrá og hefur starfað sem kennari í Tónlistarskólanum á Akureyri í 46 ár. Hann hefur sett svip sinn á tónlistarlífið á Akureyri og kynntist eiginkonu sinni í gegnum kennsluna. Michael Jón var alvarlega veikur á tímabili og var farinn að skipuleggja sína eigin útför.
Vikudagur settist niður með Michael yfir kaffibolla og ræddi við hann um æskuna, tónlistina, ástina, fjölskylduna og lífið. Nálgast má viðtal í prentútgáfu blaðsins.