Regla musterisriddara á Akureyri styrkir Aflið

Regla musterisriddara á Akureyri er 30 ára um þessar mundir en hún var stofnuð 3. október 1981. Í tilefni þessara tímamóta var tekin sú ákvörðun að styrkja gott málefni og var Aflið, samtök gegn kynferðis og heimilisofbeldi á Norðurlandi, fyrir valinu. Það er von reglunnar að styrkur þessi nýtist vel í því óeigingjarna starfi sem Aflið stendur fyrir hér á Norðurlandi. Fulltrúar Aflsins segja að þessi styrkur sé mjög vel þegin og að hann muni verða vel nýttur. Mikil aðsókn hefur í Aflið og er útlit fyrir að aðóknin verði enn meiri í ár en í fyrra.
Að finna fyrir svona velvild og gjafmildi frá fólkinu í kringum okkur gefur okkur svo mikið og hjálpar okkur mikið í okkar vinnu, og sýnir okkur líka að við erum að gera góða hluti, segja fulltrúar Aflsins.
Riddaramusterið Askja er Regla Mustrisriddara á Akureyri og er til húsa í Strandgötu 23. Regla Musterisriddara er samfélag manna sem saman og hver fyrir sig leitast við að tileinka sér þau gildi sem teljast vera hin góðu í mannlegum samskiptum. Við viljum koma fram við aðra sem heiðursmenn og heiðurskonur. Musterisriddari leitast við að vera góð fyrirmynd. Grundvöllur þess að sú viðleitni skili árangri er vímulaust líf.