Rannveig bætti mótsmetið í Laugavegshlaupinu

Rannveig Oddsdóttir kemur í mark.
Rannveig Oddsdóttir kemur í mark.

Akureyringurinn Rannveig Oddsdóttir gerði sér lítið fyrir og bætti mótsmetið í kvennaflokki í Laugavegshlaupinu sem haldið var um sl. helgi. Rannveig hljóp 55 kíló­metr­a á rétt rúmum fimm klukku­stund­um og 29 sekúndum. Einnig var Akureyringur í öðru sæti í kvennaflokki en Anna Berglind Pálmadóttir kom í mark á fimm klukkustundum og tæpum sex mínútum. Elísabet Margeirsdóttir varð í þriðja sæti.

Rannveig hefur sigrað mótið í öll þau þrjú skipti sem hún hefur tekið þátt í því. Árin 2017 og 2018 og svo nú í ár.

Í karlaflokki var Vaidas Zlabys frá Litháen í fyrsta sæti á fjórum klukkustundum og rúmum 17 sekúndum, Maxime Sauvageon frá Frakklandi í öðru sæti og Snorri Björnsson í þriðja sæti.

Laugavegshlaupið er 55 km utanvegahlaup en Laugavegurinn tengir saman Landmannalaugar og Þórsmörk á sunnanverðu hálendi Íslands, tvær sannkallaðar náttúruperlur. Göngugarpar eru venjulega 4 daga á leið sinni um Laugaveginn.


Athugasemdir

Nýjast