Rakel til liðs við Breiðablik
Rakel Hönnudóttir hefur gengið til liðs við Breiðablik frá Þór/KA. Rakel, sem er 23 ára, gerði tveggja ára samning við félagið. Rakel fylgir því þjálfara sínum frá síðasta tímabili, Hlyni Svan Eiríkssyni, sem tók við Blikum í haust. Þetta er góður liðsstyrkur fyrir Breiðablik en að sama skapi mikill missir fyrir Þór/KA, þar sem Rakel hefur verið lykilmaður og auk þess fyrirliði liðsins. Rakel hefur skorað 124 mörk í 134 leikjum síðan 2004 fyrir Þór/KA.