Rakel Hönnudóttur Íþróttamaður Akureyrar 2008

Landsliðskonan í knattspyrnu og fyrirliði Þórs/KA, Rakel Hönnudóttir var nú rétt í þessu kjörin Íþróttamaður Akureyrar árið 2008 við hátíðlega athöfn í Ketilhúsinu. Kjörið að þessu sinni var sögulegt því Dagný Linda Kristjánsdóttir, skíðakona varð í öðru sæti og Bryndís Rún Hansen sundkona í þriðja sæti. Er þetta að öllum líkindum í fyrsta skipti sem konur skipa efstu þrjú sætin í kjöri sem þessu í svo stóru bæjarfélagi á Íslandi.

Athöfnin heppnaðist einkar vel en nánar verður sagt frá henni í Vikudegi á morgun.

Nýjast