Rakel frá út tímabilið
Rakel Hönnudóttir fyrirliði Þórs/KA verður ekkert meira með liðinu það sem eftir er Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu vegna
meiðsla. Þetta staðfesti hún við Vikudag rétt í þessu. Rakel er með beinmar á rist sem hún hlaut í leiknum gegn Grindavík
fyrir mánuði síðan. Hún segist vonast til þess að ná leikjunum í Evrópukeppninni gegn þýska liðinu Potsdam í
september.
"Læknarnir segja að þetta verði 1-3 mánuði að jafna sig svo maður vonar bara hið besta," segir Rakel. Þór/KA mætir Breiðabliki í kvöld í 16. umferð deildarinnar.