Rakel Hönnudóttir, leikmaður Þórs/KA, var valinn í 22 manna hóp kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu sem keppir á Evrópumeistaramótinu í Finnlandi í lok ágúst.
Þær Arna Sif Ásgrímsdóttir og Sylvía Rán Sigurðardóttir, sem komust í 40 manna úrtakshóp, hlutu hinsvegar ekki náð fyrir augum þjálfarans að þessu sinni.