Ragnar til Þórs-Breskur miðjumaður á reynslu

Knattspyrnulið Þórs gekk í dag frá samningi við Ragnar Hauksson frá KF og þá er breskur miðjumaður, Tom Ahamed að nafni, á reynslu hjá liðinu.

Ragnar er 36 ára gamall og á hann að baki 226 leiki með meistaraflokki og í þeim hefur hann skorað 137 mörk. Ragnar hefur lengst af leikið með KS, KS/Leiftri, Dalvík/Reyni og nú síðast KF. Ragnar lék einnig þrjú tímabil með ÍA í efstu deild samtals 38 leiki og í þeim skoraði hann 13 mörk.

Tom Ahamed er 22 ára örfættur miðjumaður sem er þessa dagana að sýna sig og sanna hjá félaginu. Þetta kemur fram á heimasíðu Þórs.


Nýjast