Ragnar Snær til liðs við Akureyri

Handboltakappinn Ragnar Snær Njálsson hefur ákveðið að ganga til liðs við Akureyri eftir áramót. Ragnar lék síðast með HSC Bad Neustadt í þýsku 3. deildinni og þar áður A.O. Dimou Thermaikou í Grikkandi en hefur nú kvatt atvinnumennskuna í bili. Ragnar hefur verið að glíma við meiðsli undanfarna mánuði sem hafur haldið honum utan vallar en hann stefnir á að komast á fullt skrið í janúar.

Þetta verður mikill liðsstyrkur fyrir norðanmenn enda hefur liðinu sárlega vantað fleiri öflugar skyttur í liðið og mun þetta auka breiddina hjá liðinu á síðari hluta Íslandsmótsins. Ragnar er ekki ókunnur norðlenskum handbolta en hann lék með KA áður en hann gekk til liðs við HK á sínum tíma.

Nýjast