Raftónlistarsmiðja á listasumri

Haraldur Örn Haraldsson smiðjustjóri.
Haraldur Örn Haraldsson smiðjustjóri.

Fimmtudaginn 18. ágúst kl. 17 hefst raftónlistarsmiðja í Sal Myndlistafélagsins í Listagilinu. Haraldur Örn Haraldsson tónlistarmaður mun kenna byrjendum grunnatriði í raftónlist. Kjörið fyrir krakka frá 14 ára aldri og alla áhugasama. Námskeiðið er ókeypis.

"Ableton live" er forrit sem opnaði nýjan heim fyrir Haraldi og hann vill bera út boðskapinn.

Laugardagskvöldið 20. ágúst endar smiðjan með tónleikum í Hlöðunni í Litla-Garði þar sem Haraldur Örn, Jóhann Baldur og fleiri ungir raftónlistarmenn stíga á stokk með frumsamda tónlist.

Nýjast